Stórir bílar
Stórir bílar sem eru hannaðir til stórræða. Bílstjórarnir eru þaulvanir og kunna skil á hverskonar þungaflutningum. Flutningur á brettavöru verður leikur einn hvort sem bíllinn er hlaðinn með lyftara um stórar hliðardyrnar eða brettin tekin á vörulyftuna með handlyftaranum sem er fastur fylgibúnaður. Mjög hentugir til búslóðaflutninga, vörudreifingar, stærri flutninga á byggingarefnum og annarra stórflutninga. Þessir bílar taka mest 8 og upp í 17 bretti.