Þjónusta
Persónuleg og ábyrg þjónusta
Nýja Sendibílastöðin kappkostar að veita sem allra besta og fjölbreytilegasta þjónustu í öllum flutningum, stórum sem smáum. Viðskiptavinirnir bera fram óskir sínar, bílstjórar Nýju Sendibílastöðvarinnar gera sitt besta til að verða við þessum óskum. Persónuleg og ábyrg þjónusta er markmið Nýju Sendibílastöðvarinnar - þjónusta í þína þágu.
Tilboðagerð, föst vinna - fast verð.
Hægt er að gera fasta samninga um allskonar staðlaða flutningavinnu og þjónustu sendibíla. Öll vörudreifing og heimsendingarþjónusta er þá á föstu verði. Gerð eru tilboð í alla flutninga, stóra og smáa.
Þinn fulltrúi á staðnum.
Bílstjórar Nýju sendibílastöðvarinnar bjóða viðskiptavinum sínum ýmis konar þjónustu í erindarekstri. Bílstjórinn er með öðrum orðum þinn fulltrúi á staðnum. Þetta er sérstaklega hagkvæmt t.d. við ýmiskonar útréttingar varðandi vörukaup, samskipti við tollvörugeymslu og aðra flutningstengda aðila.
Allt sem þarf er eitt símtal.
Starfsfólk Nýju Sendibílastöðvarinnar aðstoðar við mat á umbeðinni þjónustu, t.d. varðandi hentuga stærð á bílum og þess háttar.
Afgreiðslutími stöðvarinnar
Mánudaga - Föstudaga
- 07:50 - 17:00
Bílstjórar svara síma utan afgreiðslutíma.