Um okkur
Árið 1949 tóku menn sig saman og hófu þann atvinnurekstur að aka sendibílum. Ástæða þess að stofnaðar voru sendibílastöðvar voru meðal annars ákvæði sem vörubílstjórar settu inn í samninga sína, á árunum eftir síðari heimstyrjöldina, að þeim bæri eigi skylda til að hjálpa til við hleðslu eða losun bílanna. Þetta atriði opnaði augu margra fyrir því að stofna sendibílastöðvar sem hefði það að markmiði að þjónusta fólk og aðstoða við allskonar flutninga, stóra sem smáa.
Hópur sendibílstjóra stofnuðu Nýju Sendibílastöðina þann 2. febrúar 1950. Nýja Sendibílastöðin var fyrst til húsa í Aðalstræti 16 í Reykjavík, en síðar eða árið 1984 var flutt að Knarrarvogi 2 í Reykjavík í myndarlegt hús sem bílstjórar byggðu, og hefur Nýja Sendibílastöðin haft aðsetur þar síðan. Fyrsti framkvæmdastjórinn var Jón Bergþórsson sem starfaði sem stöðvarstjóri N.S. til ársins 1994. Síðan þá hafa nokkrir gegnt stöðu stöðvar-/framkvæmdastjóra, og frá árinu 2006 hefur Þórður Guðbjörnsson gegnt því starfi.
Nýja Sendibílastöðin hefur ávallt leitast við að veita sem allra besta og fjölbreytilegasta þjónustu í öllum flutningum, stórum sem smáum. Viðskiptavinirnir bera fram óskir sínar og bílstjórar Nýju Sendibílastöðvarinnar gera sitt besta til að verða við þessum óskum. Persónuleg og ábyrg þjónusta er markmið Nýju Sendibílastöðvarinnar - þjónusta í þína þágu.
Þann 2. febrúar 2020 fagnaði Nýja Sendibílastöðin 70 árin. Einkunnarorð stöðvarinnar hefur alltaf verið: – traustir bílstjórar á traustum grunni -.
Hér að neðan má sjá mynd (tekin árið 2010) af núverandi framkvæmdastjóra ásamt fyrsta stöðvarstjóra Nýju Sendibílastöðvarinnar. Einnig er mynd af aðsetri stöðvarinnar í árdaga, þegar hún var staðsett við Miklatorg.